Frá hinu opinbera...

Þjónusta, menning, lýðræði

Við notfærum okkur samstarf við stofnanir, sveitarfélög og ríkið sjálft og söfnum saman opnum gögnum um þjónustu, það sem er á döfinni og fundi sem tengjast borgurunum beint.

Hverfismál

Nærþjónusta, hverfaráð og fleira

Þú gerist áskrifandi að þínu hverfi - við söfnum inn því sem skiptir máli, ásamt praktísku smáatriðunum eins og hvenær þau koma að sækja endurvinnslutunnurnar. Grenndarmálin detta sjálfkrafa inn og þú missir ekki af neinu.

Menning

Söfn og sýningar

Við hlöðum inn upplýsingum um söfnin í sveitarfélögunum og birtum þegar þú ert í grennd við þau.

Eins bætum við merkisviðburðum inn á hverfisdagatalið þitt.

Skóladagatöl

Brúkleg til að minna á

Við tökum skóladagatölin og breytum þeim úr PDF skrám og svoleiðis yfir í dagatal sem þú getur sett í símann þinn svo þessir skólahlutir hætti að koma á óvart. Það er alltaf eitthvað að breytast og plaggið sem þú prentaðir út og hengdir á ísskápinn uppfærist ekki sjálfkrafa.

Viltu koma viðburðum á framfæri?

Sendu okkur línu og við komum málinu af stað. Það kostar ekki neitt.

Takk fyrir