Edda Erlendsdóttir
Edda Erlendsdóttir
musician is

Edda Erlendsdóttir, hefur verið búsett í París í fjölmörg ár þar sem hún hefur kennt og starfað m.a. við Tónlistarháskólann í Lyon og Tónlistarskólann í Versölum. Hún starfar nú sem gestakennari við Listaháskóla Íslands. Ásamt kennslu hefur Edda hefur haldið fölmarga tónleika og tekið þátt í tónlistarhátíðum í flestum löndum Evrópu, í Bandaríkjunum og í Kína.

Edda tekur ríkan þátt í tónlistarlífinu á Íslandi m.a. á Listahátíð í Reykjavík, hjá Kammermúsikklúbbnum, í Tíbrá Salnum og á Myrkum músikdögum.

Edda hefur verið virkur þátttakandi í kammertónlist. Hún átti frumkvæði að árlegum kammertónleikum á Kirkjubæjarklaustri og var listrænn stjórnandi í 15 ár. Hún er einnig meðlimur í kammerhópnum Le Grand Tango sem undir stjórn Oliviers Manoury bandoneonleikara hefur sérhæft sig í flutningi á argentískum tangó.

Hún hefur gefið út diska með píanóverkum eftir C.P.E.Bach, Grieg, Haydn, Tchaikovksky, Schubert, Liszt, Schönberg og Berg sem hlotið hafa viðurkenningu og lof. Diskur hennar með 4 píanókonsertum eftir Haydn með Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Kurt Kopecky hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin.

Edda Erlendsdóttir var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til tónlistar árið 2010.

Hér og þar