Menningarnótt 2025!
🎉
Verið hjartanlega velkomin á afmælishátíð Reykjavíkurborgar.
Dagskráin er gestum að kostnaðarlausu og þar með séð til þess að allir gestir geti notið kraftmikils menningarlífs og góðrar samveru.
Menningarnótt er hátíð sem allir borgarbúar skapa og upplifa saman, úti á torgum og götum miðborgarinnar, í bakgörðum og söfnum, fyrirtækjum og ekki síst í húsunum í bænum.
Hátíðin hefst kl 12:30 og lýkur með flugeldasýningu hjá Arnarhóli kl 22:00. 🎆
Verum klár á Menningarnótt, skemmtum okkur saman og verum samferða heim.
🎉