Gosi
Gosi
band is

Hljómsveitin Gosi er stundum fleiri en aldrei færri en Andri Pétur Þrastarson, tónlistarmaður frá Ísafirði. Gosi sérhæfir sig í indie-skrýtipoppi með fjölbreyttum áhrifum sem teygja sig frá írskri þjóðlagatónlist til afró-fönks. Tónlistin er fersk og tilraunakennd þar sem hvert lag opnar glugga inn í heim sem blandar saman alþjóðlegum áhrifum og íslenskri þjóðsagnahefð.
Gosi býr í eigin tónlistarheimi þar sem jafn stutt er í blús og pönk. Engin umfjöllunarefni eru þeim ofviða, hvort sem þau snerta hlýnun jarðar, drauga, sjómannasögur eða tilfinningar mannkyns. Textarnir eru lagskiptir, fullir af ímyndunarafli, og fléttast saman í stærri frásagnir.

Hér og þar