v. Landsenda
203 Kópavogur
„Guðmundarlundur er afar vistlegt útivistarsvæði sem Kópavogsbúar eru óðum að kynnast og njóta og nýtur orðið mikilla vinsælda. Skógræktarfélag Kópavogs á og rekur lundinn. Guðmundarlundur er öllum opinn.“ Þar er töluvert skógarsvæði með skemmtilegum stígum og lundum. Einnig eru þar fjögur útigrill m.a. grillhús með borðum og bekkjum og stór grasflöt, sem nota má til leikja eða samkomuhalds. „Sumarið 2008 bættist við í Guðmundarlund myndarlegur garður með fjölbreyttum fjölærum garðagróðri úr garði Hermanns heitins Lundholm. Garðurinn ber nafnið Hermannsgarður.“