Heiðurstónleikar Elton John
Heiðurstónleikar Elton John
is

Elton John er einn vinsælasti tónlistarmaður allra tíma!

Hann hefur gefið út 31 breiðskífu á sínum langa og litríka ferli og smellirnir skipta tugum.

Óviðjafnanlegt safn laga sem hann hefur samið hefur prýtt efstu sæti vinsældarlista um allan heim um árabil. Flest eru þau samin við texta Bernie Taupin en samstarf Elton við Tim Rice í kvikmyndinni Lion King gaf einnig vel af sér.

Meðal þekktra laga má nefna:

Rocket Man – Crocodile Rock – Goodbye Yellow Brick Road – Tiny Dancer – Candle In The Wind – The Circle Of Life – Can You Feel The Love Tonight – Don‘t Go Breaking My Heart og Your Song.

Á þessum heiðurstónleikum mun úrval íslenskra söngvara flytja þekktustu lög tónlistarmannsins ásamt hljómsveit undir stjórn Jóns Ólafssonar.

Flytjendur: 
Stefán Hilmarsson
Sigga Beinteins
Valdimar Guðmundsson
Hildur Vala
Magni Ásgeirsson

Raddir:
Alma Rut
Rósa Björg Ómarsdóttir

Hljómsveit: 
Jón Ólafsson, píanó, raddir
Friðrik Sturluson, bassi 
Ólafur Hólm Einarsson, trommur, raddir
Einar Þór Jóhannsson, gítar, raddir
Haraldur V. Sveinbjörnsson, hljómborð, raddir
Guðmundur Pétursson, gítar, raddir

Árið 2019 kom út hin frábæra  bíómynd, Rocket Man, sem er í senn ævintýraleg og ævisöguleg. Í kjölfar fádæma vinsælda myndarinnar fór Elton í sitt síðasta tónleikaferðalag sem lauk þann 8.júlí á síðasta ári í Stokkhólmi. Vert er að minnast þess að fyrir 23 árum spilaði Elton John á Laugardalsvellinum fyrir um 10.000 manns.

Umsjón: Dægurflugan ehf.


Hér og þar