Svona gerirðu

 • 1
  Opnar Gjugg

  Velur Airwaves Week

 • 2
  Rennir yfir dagskrána

  Við mælum sérstaklega með Elínu Hall af því hún er frábær. Nýja albúmið hennar kemur út á föstudaginn og okkur hefur borist til eyrna að þar sé hvert lagið öðru betra.

 • 3
  Opna viðburð og setja á lista

  Endurtakist síðan eftir þörfum.

 • 4
  Gjugg sýnir þér hvert þú átt að fara og í hvaða röð

  Sem er ferlega þægilegt þegar þú ert með fullt af viðburðum á listanum og vilt ekki missa af neinu.

  Svo finnst okkur líka gott að setja þetta í dagatalið, því þá sér síminn um að láta mann vita hvenær maður þarf að labba af stað.

Af hverju birtist Elín með mynd?

Glöggir Gjuggarar taka kannski eftir því að Elín lúkkar betur en sumir aðrir viðburðir á listanum.

Það er af því að Elín er plögguð. Við bjóðum upp á einfalda leið til að gera það fyrir klink. Þannig að ef þú ert með viðburð og vilt láta hann skara fram úr í samkeppni um athygli þá geturðu gert það hér: