Gjugg gigg

út um allt

Við höfum aðgang að upplýsingum um tónleika, íþróttaviðburði, leiksýningar og alls kyns samkomur út um allan heim. Í grunninum hjá okkur eru meira en 250 þúsund viðburðir framundan og fjölgar dag frá degi.

Þannig getum við nánast tryggt að þú finnir einhverja viðburði að fara á hvert sem þú ferð.

Sumt kemur beint frá miðasölum eins og Ticketmaster, Live Nation, Eventbrite, StubHub, Tix, Stubbi og fleirum. Annað kemur frá tónleikahöllum, klúbbum, böndum, liðum eða einstaklingum.

Það er nefnilega einfalt að bæta viðburðum í grunninn.

Hvernig?

Það eru nokkrar leiðir:

 1. Skrá þá beint.
  Við bjóðum upp á vefviðmót til að setja inn viðburði. Tekur enga stund að stofna hvern um sig.
 2. Hlaða inn dagatali.
  Þú getur búið til dagatal hjá Google eða iCloud, og sett inn viðburðina. Við fylgjumst með því og ef þú breytir einhverju þá uppfærist það sjálfkrafa hjá okkur. Easy peasy
  Meira um það hér.
 3. Eitthvað annað tölvutækt form
  Við erum vön að lesa inn gögn úr alls kyns viðmótum, frá vefþjónustum til Google Sheets. Sendu okkur línu til að koma boltanum af stað.

Skráning er ókeypis

kostar ekkert að vera með

Þú getur sett inn alla viðburðina á þínum vegum og við rukkum þig ekki um krónu.

Þú getur síðan prómótað viðburðum og fengið þannig meira pláss í listanum, með mynd og alles, en það er engin kvöð að gera það.

Ef þú vilt hjálp við að koma viðburðum inn, sendu okkur línu:

Takk fyrir, við svörum um hæl.