Gjugg í grennd

Hér er ég, hvað svo?

Eitt það skemmtilegasta sem við gerum er að þvælast um og skoða það sem markvert er hvar sem við komum. Við höfum skoðað bæi í uppsveitum Oregon sem eru helst þekktir fyrir það að hundurinn sem Homeward Bound er lauslega byggð á kom þar við fyrir 90 árum síðan. Þeirra Menningarnótt/Írsku dagar/Dönsku dagar/Fiskidagar er gæludýraskrúðganga.

Hérna heima var lygilega lítið að finna á netinu um hvað hægt væri að gera hvar, svo við bjuggum til þetta app til að leysa það - amk að hluta.

Við erum að sanka að okkur efni - og í þessari ítrun erum við með helling af upplýsingum frá Ferðamálastofu um það sem er sniðugt að gera í grennd við hverja þúfu. Og hvar maður fær eitthvað gott í gogginn.

Við erum stöðugt að bæta inn efni

Hafðu samband ef þú vilt stinga upp á einhverju.

Takk fyrir!