Gjugg gigg

úr dagatali í app og á vef

Við styðjum innflutning gigga á calendar formi úr iCloud, Google og Outlook - og öllum öðrum dagatalssetrum sem bjóða upp á public aðgengi að stöðluðum dagatalsskrám.

Búðu til nýtt dagatal

Gerðu það "public"

Láttu okkur hafa tengilinn

Svona gerirðu það í iCloud Calendar

Ef þú ert í Apple heimum

Fyrst ferðu á iCloud og skráir þig inn með Apple IDinu þínu.

Svo mælum við með að þú búir til nýtt Calendar svo ekkert smitist á milli sem á ekki að fara út.

Svo velurðu Sharing og hakar við Public Calendar, svo Copy Link og OK.

Þá þarftu bara að líma tengilinn inn í dagatalsviðmótið hjá okkur og eftir það fylgjumst við með viðburðum sem þú setur í dagatalið og setjum þá sjálfkrafa inn.

Svona gerirðu það í Google Calendar

Þú ferð á calendar.google.com og skráir þig inn.

Svo býrðu til nýtt dagatal til að minnka líkur á að eitthvað birtist sem eigi ekki að birtast.

Þú þarft að gera það public svo að við höfum aðgang að því.

Og því næst þarftu að smella á takkann til að fá rétta slóð.

Þú smellir síðan slóðinni inn í dagatalsviðmótið hjá okkur og eftir það streyma viðburðirnir sjálfkrafa inn til okkar.

Skráning er ókeypis

kostar ekkert að vera með

Þú getur sett inn alla viðburðina á þínum vegum og við rukkum þig ekki um krónu.

Þú getur síðan prómótað viðburðum og fengið þannig meira pláss í listanum, með mynd og alles, en það er engin kvöð að gera það.

Ef þú vilt hjálp við að koma viðburðum inn, sendu okkur línu:

Takk fyrir, við svörum um hæl.