Hafnarstræti 55
600 Akureyri
Samkomuhúsið eða Leikhúsið við Hafnarstræti 57 er eitt af helstu kennileitum bæjarins. Það er á sérlega áberandi stað, hátt í brattri brekku á svokölluðu Barðsnefi og er sérstaklega áberandi þegar ekið er inn í bæinn að austan um Vaðlaheiði. Útskorið skraut á voldugum burstum og háreist turnspíra fyrir miðju setja á húsið einstakan svip.